Skilmálar Proscenic.is

Þessi skilmáli gildir um sölu á vöru til neytenda. Skilmálinn, sem er staðfestur með kaupum á vörum hjá vefverslun proscenic.is, er grunnurinn að viðskiptunum. Skilmálinn er einungis fáanlegur á íslensku.

Skilgreining

Seljandi er Pí ehf. Kennitala 430821-0160. Virðisaukaskattsnúmer 142215.
Kaupandi er sá aðili sem er skráður sem kaupandi á sölureikning.

Greiðslur

Greiðslur fara í gegnum örugga greiðslusíðu Valitor. Einnig er hægt að greiða með millifærslu inn á reikning 0133-26-004118, senda þarf kvittun á proscenic@proscenic.is og setja í tilvísun númer á sölureikningi.

Afhending vöru

Vörur eru sendar af stað eins fljótt og auðið er. Vörur eru keyrðar út samdægurs á útkeyrslusvæði Dropp ef pantað er fyrir kl 11:00 á virkum dögum. Pantanir sem berast eftir kl. 11:00 á föstudögum sem og pantanir sem berast um helgar eru keyrðar út á mánudögum á útkeyrslusvæðum Dropp. Pantanir á önnur svæði en Dropp keyrir heim á eru afhentar á afhendingarstöðum Dropp. Af öllum pöntunum dreift af Dropp gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Dropp um afhendingu. Skilmála Dropp er að finna á www.dropp.is.
Ef vara er uppseld er haft samband við kaupanda og honum boðin endurgreiðsla. Seljandi áskilur sér rétt til að hætta við pantanir fyrirvaralaust. Verð og vöruframboð getur breyst án fyrirvara.
Sé pöntun ekki afgreidd fær kaupandi endurgreitt.

Skilafrestur

14 daga skilaréttur er á öllum vörum gegn framvísun sölureiknings. Vörum sem skilað er þurfa að vera í fullkomnu lagi og í upprunalegum, óopnuðum og óskemmdum umbúðum. Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru fær hann endurgreitt skv. Lögum um húsgöngu og fjarsölusamninga nr. 46/2000. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur og kaupandi þarf að skila vörunni til seljanda á sinn kostnað. Vörum er hægt að skila með því að hafa samband við proscenic@proscenic.is.

Verð

Öll verð eru með 24% virðisaukaskatti og eru birt með fyrirvara um prentvillur. Seljandi áskilur sér rétt til að hætta við pantanir fyrirvaralaust hafi röng verð verið gefin upp. Verð og vöruframboð getur breyst án fyrirvara. Seldar vörur eru eign seljanda þar til kaupandi hefur greitt kaupverð að fullu.
Sé pöntun ekki afgreidd fær kaupandi endurgreitt.

Ábyrgð

Tveggja ára ábyrgð er á tækjum fyrir neytendur samanber lög um neytendakaup 48/2003 en eitt ár fyrir lögaðila samkvæmt lögum um lausafjárkaup 50/2000. Ábyrgðir seljanda hafa ekki í för með sér takmarkanir á rétti kaupanda samkvæmt lögum um neytendakaup. Ábyrgð er ekki staðfest án sölureiknings. Ábyrgðin nær ekki til eðlilegs slits tækis né vegna bilana sem framleiðanda eða seljanda er óviðkomandi. Dæmi um slíkt er bilun vegna flutninga, lélegt viðhald, röng meðferð eða misnotkun, truflun á rafkerfi, slys eða óhapp, náttúruhamfarir og svo framvegis. Sama gildir um ef kaupandi fylgir ekki leiðbeiningum seljanda og/eða framleiðanda um meðferð tækisins eða kaupandi eða þriðji aðili hafi átt við tækið. Reynist tæki vera með högg- eða rakaskemmd ber kaupandi sönnunarbyrði fyrir því að tæki hafi verið gallað að öðru leyti. Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að tæki sé gallað.
Ábyrgðin nær ekki til óbeins tjóns vegna hugsanlegra galla á tækinu. Seljandi ber enga ábyrgð á afleiddu tjóni vegna galla eða bilunar vöru á ábyrgðartímanum. Þá ber seljandi ekki ábyrgð á afleiddu tjóni sem verða kann af notkun vörunnar. Kaupanda er bent á að tryggja sig fyrir slíku hjá sínu tryggingarfélagi.
Ef vara er gölluð eða það vantar eitthvað í vöruna er seljanda skylt að bjóða kaupanda viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa. Kaupandi ber sjálfur ábyrgð á kostnaði við að flytja vöru til viðgerðar. Ef kaupandi fær nýja vöru afhenta gildir ábyrgðartími frá þeim tíma.

Viðgerðir

Viðgerðarþjónusta á keyptum vörum frá seljanda er í boði hjá seljanda gegn gjaldi. Komi tæki til seljanda vegna ábyrgðar og í ljós kemur að tækið fellur ekki undir ábyrgarskilmála er rukkað skoðunargjald samkvæmt verðskrá viðgerðaraðila. Kaupandi ber sjálfur ábyrgð á kostnaði við að flytja vöru til viðgerðar.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði varðandi kaupin. Engar upplýsingar frá kaupanda verða afhentar þriðja aðila.

Persónuvernd

Seljandi geymir ekki persónuupplýsingar né kortaupplýsingar. Þessar upplýsingar eru eingöngu nýttar til að ganga frá pöntun og sendingu til kaupanda og er farið með upplýsingarnar sem algjört trúnaðarmál. Þessum upplýsingum er ekki undir neinum kringumstæðum deilt með þriðja aðila. Meðhöndlun persónuupplýsinga er í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Þjónusta og upplýsingar

Kaupanda er bent á að senda tölvupóst á proscenic@proscenic.is til að fá úrlausn á því sem hann vantar.

Úrlausn vafamála

Seljandi mun leita allra leiða til að leysa vafamál með kaupand á sem einfaldastan og fljótastan hátt. Sé það ekki mögulegt er hægt að setja málið til kærunefndar þjónustu og lausafjárkaupa sem Neytendastofa sér um. Einnig er hægt að fara með málið fyrir dómstóla, það skal gert í íslenskri lögsögu og í lögsagnarumdæmi seljanda.

Frí heimsending
2 ára ábyrgð
Skilaréttur
14 daga skilaréttur