Heim / Ryksuguvélmenni

Ultenic MC1 ryksuguvélmenni

Nýtt og enn öflugra ryksuguvélmenni frá Ultenic. Ultenic MC1 ryksuguvélmennið ryksugar og skúrar. Þrífur og þurrkar sjálft moppurnar. Aðeins þarf að setja vatn á vatnstankinn og tæma tankinn með skítuga vatninu. Er með ryksugupoka sem dugir í allt að 2 mánuði. 

Ultenic MC1 ryksuguvélmennið hefur slegið í gegn og er að fá frábæra dóma. Er með 4,6 stjörnur af 5 á Amazon.com. Algjörlega frábært ryksuguvélmenni.

Ultenic MC1 snjallt ryksuguvélmenni sem tæmir og þrífur sig sjálft. Frí heimsending.

  • Hleðslustöðin er útbúin ryksugupoka sem dugar í allt að 60 daga.
  • Hleðslustöðin þrífur og þurrkar moppurnar. Algjör sjálfvirkni.
  • Með snúningsmoppum sem snúast 180 hringi á mín og með 6N þrýstingi.
  • Útbúið LiDAR fjarlægðarnemum sem skynja svæðið og teikna upp kort.
  • Frábær fyrir dýrahár.
  • Getur ryksugað og skúrað samtímis.
  • Nemur teppi.
  • Hægt að stýra með appi og Alexu.
  • Mikill sogkraftur, 5000Pa, og stór rafhlaða, 5200mAh, svo notkunin getur verið allt að 180 mínútur á hverri hleðslu.

Tækið er til á lager og tilbúið til afhendingar.

127.920 kr. 159.900 kr.
20% afsláttur
Magn

Ultenic MC1 hreinsar sig sjálft

Ultenic MC1 er útbúið sjálfvirkri hleðslustöð sem tæmir rykhólfið á ryksuguvélmenninu og þrífur og þurrkar moppurnar. Algjör sjálfvirknivæðing. Aðeins þarf að tæma tankinn með skítuga vatninu og setja hreint vatn á hinn tankinn. Ryksugupokinn dugir svo í allt að 2 mánuði.

 

Ultenic MC1 ryksuguvélmenni Auka Upplýsingar
Ultenic MC1 ryksuguvélmenni Auka Upplýsingar

Þrífur moppurnar sjálft

Ultenic MC1 ryksuguvélmennið ryksugar ekki bara aðeins gólfin hjá þér heldur skúrar það líka. Ekki nóg með það þá þrífur Ultenic MC1 sjálft sýnar eigin moppur og þurrkar þær. Hægt er að stilla á hversu ört Ultenic MC1 fer í hleðslustöðina til að þrífa moppurnar, hægt er að velja um moppu þrif á 6, 9 eða 12 mínútna fresti. Ekki þrífa gólfin hjá þér með óhreinni moppu. Hleðslustöðin er útbúin tveimur 4 lítra vatnstönkum. Annar fyrir hreint vatn, hinn skítugt. Auðvelt er að fylla á tankinn og tæma þann skítuga.

Tæmir sig sjálft

Ultenic MC1 tæmir sig sjálft. Hleðslustöðin er útbúin 3 lítra ryksugupoka sem dugir í allt að 60 daga. Hleðslustöðin sýgur upp allt fína rykið og ruslið úr rykboxinu á ryksuguvélmenninu. Auðvelt er að skipta um ryksugupoka.

Ultenic MC1 ryksuguvélmenni Auka Upplýsingar
Ultenic MC1 ryksuguvélmenni Auka Upplýsingar

Þurrkar moppurnar sjálft

Ultenic MC1 þurrkar moppurnar eftir að það hefur þrifið moppurnar. Þetta kemur í veg fyrir myglu og vonda lykt. Nú þarf ekki lengur að taka moppurnar undan ryksuguvélmenninu og þrífa og þurrka þær, MC1 sér um þetta. Hægt er að velja um tvær stillingu á þurrkun. Hljóðláta þurrkun eða hraðþurrkun.

Geymir mörg kort

Ultenic MC1 ryksuguvélmennið getur geymt mörg kort. Þetta er t.d. hentugt ef húsið þitt er á mörgum hæðum.

Ultenic MC1 ryksuguvélmenni Auka Upplýsingar
Ultenic MC1 ryksuguvélmenni Auka Upplýsingar

Hægt að stilla bannsvæði

Í appinu er hægt að setja upp bannsvæði. Ryksuguvélmennið fer þá ekki á það svæði. 

Hægt að tengja við app

Hægt er að tengja Ultenic MC1 við app. Í appinu er meðal annars hægt að stilla fjölda skipta sem á að þrífa rýmið, hversu ört ryksuguvélmennið fer í hleðslustöðina til að þrífa moppurnar og velja hvernig það þurrkar moppurnar. Einnig er hægt að stilla framvirk þrif, hvaða rými er þrifið og margt fleira.

 

Ultenic MC1 ryksuguvélmenni Auka Upplýsingar
Ultenic MC1 ryksuguvélmenni Auka Upplýsingar

Hvað fylgir með?

Það fylgir allt með Ultenic MC1 sem þarf fyrstu mánuðina. Auka moppur fylgja með. Auka ryksugupoki. Hreinsiefni með sítrónuilm til að setja á vatnstankinn. Auka hliðarbursti og auka sía fyrir ryksuguvélmennið.

Frí heimsending
2 ára ábyrgð
Skilaréttur
14 daga skilaréttur