Tækið er til á lager og tilbúið til afhendingar..
Proscenic M9 ryksuguvélmennið er útbúið 2 moppum sem snúast 120 hringi á mínútu með 6N þrýstingi. Proscenic M9 tekur þrifin á næsta stig.
Proscenic M9 býr yfir meiri og betri sogkrafti en forveri þess. Ryksuguvélmennið er útbúið 4500 Pa sogkrafti sem sýgur öll óhreinindi af gólfunum hjá þér. Ryk á gólfum er liðin tíð.
Sjálftæmingarstöðin er útbúin 2,5 lítra ryksugupoka. Á meðal heimili dugar hann í allt að 60 daga svo þú þarft ekki að baksa á hverjum degi við að þrífa og tæma rykhólfið á ryksuguvélmenninu.
Proscenic M9 ryksuguvélmennið er útbúið stórri 5200mah rafhlöðu. Rafhlaðan dugir í allt að 250 mínútur eða 250 fermetra á lægstu sogstillingu. Ef húsið þitt er rosalega stórt þá græjar M9 það samt. M9 fer í hleðslustöðina ef lítið er eftir á rafhlöðunni, hleður sig aftur og heldur svo áfram að þrífa þar sem frá var horfið.
Proscenic M9 nemur teppi, ryksuguvélmennið hækkar sogkraftinn þegar það nemur teppið. Sogkrafturinn fer upp í 4500pa og teppið verður hreint og fínt.
Útbúin LiDAR 5.0 laser skynjurum skynjar Proscenic M9 ryksuguvélmennið rýmið og teiknar kort af íbúðinni. Hægt er að velja ákveðin rými til að þrífa, setja bannsvæði sem ryksugan fer ekki á og margt fleira í appinu. M9 geymir allt að 5 kort svo lítið mál er að nota hana milli hæða.
27 háþróaðir skynjarar tryggja það að Proscenic M9 ryksuguvélmennið keyri ekki á hindranir svo sem stólfætur eða falli fram af brún. Hægt er að setja af stað þrif hvaðan sem er í heiminum með því að nota Proscenic appið.