Proscenic 850T ryksuguvélmenni
Gæða ryksuguvélmenni á frábæru verði sem hefur slegið í gegn í Evrópu.
Til á lager og tilbúið til afhendingar.
Proscenic 850T kemur með tveimur tönkum. Annar er 500ml ryktankur sem er stór svo það þurfi ekki að tæma hann jafn oft. Hinn er 300ml ryktankur og 300ml vatnstankur. Með honum er hægt að ryksuga og moppa í einu. Í appinu er hægt að stilla vatnsmagnið þegar 850T moppar.
Proscenic 850T ryksuguvélmennið er útbúið snjöllu staðsetningarkerfi. Kerfið teiknar upp kort af svæðinu, skipuleggur hvernig á að þrífa svæðið út frá kortinu og þrífur það skipulega. Tími ryksuguvélmenna sem ryksuga handahófskennt er liðinn. 850T þrífur vel og skipulega.
Proscenic 850T er með 3000Pa sogkraft. Þetta er með því mesta í ryksuguvélmennum og dugir til að ryksuga flest allt sem fellur á gólfin á venjulegu heimili. Rafhlaðan er 2600mAh sem getur ryksugað í allt að 120 mínútur á hljóðlátri stillingu sem hentar stærri heimilum vel. 850T fer sjálft aftur í hleðslustöðina að verki loknu eða þegar rafhlaðan er að verða tóm.
Proscenic 850T fer sjálft aftur í hleðslustöðina að verki loknu eða þegar rafhlaðan er að verða tóm.
Með snjöllum og forrituðum hreinsunaraðferðum fer Proscenic 850t ekki um af handahófi heldur er það fært um að staðsetja sig og skipuleggur þrifin á áhrifaríkan átt og þrífur kerfisbundið út frá gólfteikningum.
Sjálfvirk þrif, þrif meðfram veggjum, þrífa smá svæði...hægt er að velja um mismunandi þrifakerfi í appinu.
Proscenic 850t ryksuguvélmennið var hannað með það í huga að hafa það eins lága og mögulegt er, eða aðeins 8,3 cm hátt. Þetta gerir það að verkum að ryksuguvélmennið kemst undir flest öll rúm, sófa, skápa og önnur húsgögn. Þetta eru svæði sem oft eru þrifin sjaldan en Proscenic 850t er til í að þrífa oft og reglulega.
Proscenic 850T er útbúið fallskynjurum sem skynja það ef ryksuguvélmennið er að fara fram af brún og koma í veg fyrir það. 850T mun svo endurreikna leiðina til að klára þrifaverkefnið.
Hægt er að raddstýra Proscenic 850T með því að tengja hana við Alexu eða Google assistant.
Rafhlaðan í Proscenic 850T er 2600mAh sem þýðir að 850T getur ryksugað í allt að 120 mínútur á hljóðlátri stillingu sem hentar stærri heimilum vel.
Ryksuguvélmennið sjálft
Hleðslustöð
Hleðslutæki
Fjarstýring
Vatnsbox til að moppa
2x moppuklútar
Auka HEPA sía
Auka sett af hliðarburstum
Verkfæri til að losa hár úr burstum
Segullímband til að afmarka svæði
Proscenic 850t ryksuguvélmennið er útbúið 300ml rafstýrðum vatnstanki sem dugar vel fyrir stærri svæði. Í appinu er svo hægt að stýra vatnsmagninu sem fer í moppuna, allt eftir þínum þörfum.
Proscenic 850t er útbúið Vboost tækni sem skynjar þegar það er á teppi og eykur þá sjálfvirkt sogkraftinn í hámarksstillingu til að tryggja að teppi séu ryksuguð vel. Vboost tæknin sér svo til þess að ryksuguvélmennið fari aftur á fyrri sogstillingu þegar það fer af teppinu.
Proscecnic 850t ryksuguvélmennið er útbúið stórum 500ml ryktanki, sem hentar stórum heimilum og gerir það að verkum að ekki þarf að tæma hólfið jafn oft. Einnig fylgir með annað hólf sem er 300ml rykhólf og 300ml vatnshólf sem hægt er að nota þegar á að moppa eða ryksuga og moppa samtímis.