Frábær AirFryer frá Proscenic.
Tækið er til á lager og tilbúið til afhendingar.
Proscenic T21 er með 5,5 lítra ofnskúffu. T21 er frábær AirFryer þegar elda á fyrir marga í einu.
Hægt er að velja um allar stillingar á LED snerti stjórnborðinu framan á T21. Hægt er meðal annars að velja um 8 forstilltar stillingar, lækka og hækka hitann og breyta tímanum.
Teflon húðaða karfan og ofnskúffan mega bæði fara í uppþvottavél. Það er auðvelt að halda T21 hreinum og fínum.
Eldunarkarfan í Procsenic T21 er úr áli, húðum með tveimur lögum af Tefloni. Þetta gerir það að verkum að karfan er létt og meðfærileg, maturinn festist síður við körfuna og það er einstaklega auðvelt að þrífa hana.
Proscenic T21 er útbúinn forhitunarstillingu. Gott er að forhitaofninn í 3-5 mínútur áður en maturinn fer á viðeigandi eldunarstillingu. Maturinn verður stökkari og ferskari.
Hægt er að tímasetja ræsingu á eldun með Proscenic T21 AirFryer. Þá er valið eldunarstilling, stillingin tímastillt. Einnig er hægt að láta T21 halda matnum heitum að eldun lokinni.
Maturinn sem er eldaður í Proscenic T21 er bæði gómsætur og hollur. T21 þarf litla eða enga olíu til að ná fram mat sem bragðast líkt og hann væri djúpsteiktur.
Hægt er að tengja Proscenic T21 við WIFI og stýra með appi. Í appinu er hægt að nálgast fjöldan allan af gómsætum uppskriftum.
Ath. Aðeins er hægt að tengja Proscenic T21 við 2.4Ghz WIFI tengingu.
Hægt er að gera nýjar uppskriftir í appinu og vista þar. Þú getur þá gengið að uppskriftunum þínum vísum svo ekki þarf að stilla hita og tíma í hvert skipti.
Hægt er að stjórna og tímasetja T21 lofsteikingarpottinum með raddstýringu í gegnum Alexa. Hægt er að tímasetja eldunartíma, valið út forstilttum eldunarvalmöguleikum og fylgst með hversu mikið er eftir af eldun. Velja þarf Proscenic Air Fryer í skillls í Alexu.