Frábær skaftryksuga á frábæruverði.
Til á lager og tilbúin til afhendingar.
Proscenic P8 Max er útbúið öflugum kolalausum mótor, snúningshraðinn er allt að 110.000 snúningar á mínútu og býr til 20.000Pa sogkraft. 20.000Pa sogkrafturinn ræður við að ryksuga allt það helsta sem fellur á gólfin á venjulegu heimili eins og ryk, hár, morgunkorn og sand.
Fjögurra laga síun sem fangar 99,99% agna sem myndu annars losna út við ryksugun og hleypir út hreinu lofti. Proscenic P8 Max veitir einstaklega hreina upplifun.
Rafhlaðan er útskiptanleg sem gerir það að verkum að hægt er að hlaða hvar sem er án þess að nota vegghleðslustöðina. Einnig er hægt að kaupa auka rafhlöðu svo hægt er að nota P8 Max skaftryksuguna tvöfalt lengur ef heimilið er mjög stórt.
2.200mAh li-ion rafhlaða, allt að 35 mínútna notkun í venjulegri stillingu. Notkunin getur verið allt að 25 mínútur í kraftmestu stillingu.
Auðvelt er að tæma ruslahólfið í Proscenic P8 MAx skaftryksugunni. Aðeins þarf að ýta á takka neðst á ruslahólfinu, og allt ruslið úr ruslahólfinu fer úr því. Ekki er þörf á því að óhreinka hendurnar.
Hægt er að þrífa síur og ruslahólf í Proscenic P8 Max skaftryksugunni. Ekki er því þörf á að kaupa sífellt nýjar síur. Passa þarf að síur og aðrir hlutir sem eru þrifnir séu örugglega þurrir áður en ryksugan er sett saman aftur og notuð.
Proscenic P8 Max er útbúið LED ljósum á ryksuguhausnum. Ljósið gerir það að verkum að ryk sést mun betur þegar ryksugað er.
Ryksuguhausinn á Proscenic P8 Max er sveigjanlegur og liðugur. Það er því einstaklega þægilegt að ryksuga undir sófa og húsgögn með honum.