Með UPV 2.0 tækninni getur Proscenic A9 lofthreinsitækið hreinsað mun stærra rými. Með CADR upp á 460 m³/klst., lofthreinsar A9 90 fermetra rými á 20 mínútum og hreinsar loftið í herberginu allt að 5x á klukkustund. Fyrir smærri rými: lofthreinsar 33 m² á aðeins 7 mínútum og 20 m² á aðeins 4 mínútum.
HDOF hreinsunartæknin með 4 þrepa síun. Inniheldur aðalsíu, H13 HEPA, virkjað kolefni og nanó-silfurjónir. Sogar 99,97% af fínum ögnum og ofnæmisvökum allt niður í 0,3 míkron og jafnvel stærri mengunarefni eins og ryk, gæludýraflyksur, reyk, myglu og frjókorn.
Afkastamikill mótor, meira loftmagn hreinsað í einu í hámarksstillingu. Eykur hringrás innilofts og fjarlægir lykt.
Fjögurra hraða vifta, þú getur stillt kraftinn í samræmi við þínar þarfir hverju sinni.
Innbyggður snjallskynjari mælir loftgæði niður í PM2.5 í rauntíma. Þú getur alltaf séð nákvæma mælingu á loftgæðunum heima hjá þér eða á skrifstofunni.
Í appinu getur þú tímastillt lofthreinsitækið. Bæði er hægt að stilla hvenær það kveikir á sér og hversu lengi það á að vera í gangi. Einnig er hægt að stilla loftflæðismagn hverju sinni. Styður Alexa og Google raddstýringu.
Athugið - aðeins hægt að tengjast 2.4 Ghz þráðlausu neti.
Með fjögurra hraða viftuhönnuninni er hægt að stilla kraftinn í tækinu eftir þínum þörfum. Hægt er að setja tækið í næturstillingu. Sú stilling gerir Proscenic A9 lofthreinsitækið einstaklega hljóðlátt og orkusparandi. Í næturstillingu gefur tækið aðeins frá sér 25db hávaða og gerir loftið í svefnherberginu einstaklega hreint og gott. Frábært fyrir góðan nætursvefn.
Í appinu er hægt að skoða hversu mikið loft Proscenic A9 hefur hreinsað(m³). Frábært tól til að sjá hreinsunaráhrifin sjónrænt.
Þegar skipta þarf um síu kveiknar ljós fyrir síuskipti á stjórnborði tækisins.
Stuðningur við Bluetooth tengingu. Ef það er ekkert WIFI net er samt hægt að nota appið til að stilla tækið.
Hægt er að fá 4 mismunandi síur í Proscenic A9. Hvíta H13 hávirknisíu, fjólubláa bakteríudrepandi síu, græna gæludýraofnæmissía og svarta síu sem er sérhönnuð fyrir eitrað gas. Þú getur valið í samræmi við þínar þarfir.
Proscenic A9 lofthreinsitækið er frábært á heimili þar sem eru gæludýr, börn eða fólk með ofnæmi. Einnig hentar tækið vel á skrifstofur og alls staðar þar sem þú vilt njóta þess að anda að þér hreinu og fersku lofti.