Heim / Ryksuguvélmenni

Proscenic M8 Pro ryksuguvélmenni

Athugið nýtt og enn öflugra ryksuguvélmenni frá Proscenic er komið til okkar. Stórglæsilegt ryksuguvélmenni sem beðið hefur verið eftir.

Hér má sjá Proscenic M9

Proscenic M8 Pro snjallt ryksuguvélmenni sem tæmir sig sjálft. 

Proscenic M8 Pro hefur slegið í gegn út um alla Evrópu sem og hér á Íslandi. 

  • Hleðslustöðin er útbúin ryksugupoka sem dugar í allt að 60 daga.
  • Útbúið LDS Laser fjarlægðarnemum sem skynja svæðið og teikna upp kort.
  • Frábær fyrir dýrahár.
  • Getur ryksugað og moppað samtímis.
  • Hægt að stýra með appi og Alexu.
  • Mikill sogkraftur, 3000Pa, og stór rafhlaða, 5200mAh, svo notkunin getur verið allt að 270 mínútur á hverri hleðslu.

ATH ryksuguvélmennið er uppselt og kemur ekki aftur. Nýtt öflugra ryksugvélmenni er komið í staðinn, Proscenic M9, sjá hér

0 kr.

Proscenic M8 Pro tæmir sig sjálft

Ryksuguvélmennið tæmir sig sjálft í hleðslustöðina eftir hverja notkun svo ekki þarf að tæma það daglega líkt og flest önnur ryksuguvélmenni. Skipta þarf um ryksugupoka á um 60 daga fresti í hleðslustöðinni.

Proscenic M8 Pro ryksuguvélmenni Auka Upplýsingar
Proscenic M8 Pro ryksuguvélmenni Auka Upplýsingar

Hægt að setja upp sýndarveggi

Í appinu er hægt að setja upp sýndarveggi til að takmarka aðgang M8 Pro að einhverju tilteknu svæði. Þetta er mjög hentugt t.d. ef þú ert með viðkvæman hlut á gólfinu sem þú vilt ekki að ryksuguvélmennið komist að eða vilt loka fyrir aðgang að ákveðnu herbergi. Einnig er hægt að stilla að ryksuguvélmennið geti farið inn á ákveðið svæði til að ryksuga en megi ekki fara þangað ef það er að moppa. Þetta hentar þeim mjög vel sem hafa mottur á gólfinu hjá sér. Þá er hægt að setja sýndarvegg utan um mottuna, stilla hann þannig að ryksuguvélmennið ryksugi mottuna en fari ekki á hana þegar það moppar gólfin.

Ath. Aðeins er hægt að tengja Proscenic M8 Pro við 2,4Ghz Wifi.

Stór 5200mAh rafhlaða sem getur ryksugað í allt að 250 mínútur og 320m2

Proscenic M8 PRO getur ryksugað allt að 320 fermetra í silent mode. Ef húsið þitt er stærra en það þá fer ryksuguvélmennið sjálft í hleðslustöðina, endurhleður sig og heldur svo áfram verkinu þar sem frá var horfið.

Proscenic M8 Pro ryksuguvélmenni Auka Upplýsingar
Proscenic M8 Pro ryksuguvélmenni Auka Upplýsingar

3000Pa sogkraftur

Proscenic M8 Pro ryksugar á hæstu stillingu með 3000Pa sogkrafti. Það þýðir að M8 Pro ræður við að ryksuga upp allt það helsta sem fellur á gólfin á heimilinu þínu.

Moppar og ryksugar í einu

Proscenic M8 Pro er með 280ml ryktank og 300ml vatnstank í einum og sama tankinum. Því er hægt að ryksuga og moppa í einu. Aðeins þarf að setja vatn á tankinn og moppuna undir. Að sjálfsögðu er einnig hægt að ryksuga eða moppa í sitthvoru lagi.

Proscenic M8 Pro ryksuguvélmenni Auka Upplýsingar
Proscenic M8 Pro ryksuguvélmenni Auka Upplýsingar

Hægt að tengja við Alexu og Google assistant

Hægt er að raddstýra Proscenic M8 Pro með því að tengja það við Alexu eða Google assistant.

Geymir kort af tveimur hæðum

Proscenic M8 Pro styður geymslu á tveimur kortum sem hentar einstaklega vel fyrir heimili sem eru á tveimur hæðum.

Proscenic M8 Pro ryksuguvélmenni Auka Upplýsingar
Proscenic M8 Pro ryksuguvélmenni Auka Upplýsingar

Snjallt iRoom þrifakerfi

Snjalla iRoom þrifakerfið skiptir húsinu þínu í mismunandi svæði, hægt er að velja að þrífa stök herbergi eða nokkur rými í einu. Einnig er hægt að þrífa mismunandi rými á mismunandi tímum með tímastjórnunarkerfinu. Allt þetta er hægt að gera í appinu hvar sem er og hvenær sem er.

Stjórnborð á hleðslustöðinni

Á Proscenic M8 Pro hleðslustöðinni er stjórnborð. Á því er hægt að ræsa ryksuvélmennið og segja því að fara heim. Sé því sagt að fara heim fer það stystu leið í hleðslustöðina sem tæmir það og hleður. Þetta er líka hægt að gera í appinu og með Alexu.

Proscenic M8 Pro ryksuguvélmenni Auka Upplýsingar
Proscenic M8 Pro ryksuguvélmenni Auka Upplýsingar

Minni hávaði

Nýhönnun á Proscenic M8 Pro hefur það í för með sér að það eru minni hávaði en áður þegar það ryksugar eða aðeins 80db í kraftmestu sogstillingu.

Mismunandi þrifakerfi

Hægt er að velja um mismunandi þrifakerfi í appinu. Hægt er að láta þrífa allt svæðið, smá hluta af svæðinu t.d. þar sem eitthvað hefur farið á gólfið, hægt er að þrífa einstök herbergi, láta vélina moppa og fleira. 

Proscenic M8 Pro ryksuguvélmenni Auka Upplýsingar
Proscenic M8 Pro ryksuguvélmenni Auka Upplýsingar

Hvað fylgir með Proscenic M8 Pro?

Proscenic M8 ryksuguvélmennið

Hleðslustöð sem tæmir ryksuguvélmennið

Hleðslutæki

Fjarstýring

3x ryksugupokar

Auka HEPA sía

Auka hliðarbursti

2x moppuklútar

Verkfæri til að hreinsa hár úr burstum

Frí heimsending
2 ára ábyrgð
Skilaréttur
14 daga skilaréttur